Stýrivextir eru háir á Íslandi 28. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir við húsbyggingu Seðlabankinn og ríkisvaldið hafa að undanförnu reynt að taka á þenslu með fastari tökum á ríkisrekstrinum. Miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars við húsbyggingar, hafa haft mikil áhrif. MYND/Stefán Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“ Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira