Orð betri en brotinn gítar Freyr Bjarnason skrifar 2. september 2006 00:01 Tónlistarkonan Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Fréttablaðið/AFP Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Supernova. Patti Smith fæddist í Chicago 30. desember árið 1946 og verður því sextug á þessu ári. Hún er einna þekktust fyrir sína fyrstu plötu, Horses, sem kom út fyrir 31 ári. Þar blandaði hún saman ljóðlist og pönktónlist á eftirminnilegan hátt og allar götur síðan hefur Patti Smith verið talin mikill áhrifavaldur í rokksögunni. Á afrekaskrá hennar eru tíu hljóðversplötur til viðbótar og hefur hún á ferli sínum sungið þekkt lög á borð við Gloria, Because the Night og Dancing Barefoot, sem U2 tók upp á sína arma. Ný plata í vinnsluPatti hefur verið upptekin í hljóðveri að undanförnu við upptökur á tökulagaplötu með lögum eftir áhrifavalda hennar á borð við Bob Dylan, Jimi Hendrix og Jefferson Airplane. Henni til halds og trausts verða meðal annars vinir hennar Flea úr Red Hot Chili Peppers og Paul Simonon úr hinni goðsagnakenndu sveit The Clash. Ég er bara hérna af því að ég elska Ísland því ég er ekki á tónleikaferð. Við vildum bara fá tækifæri til að heimsækja landið aftur, segir Patti rámri röddu. Minnist hún sérstaklega hestaferðar sem hún fór í síðast þegar hún kom hingað. Í þetta sinn mun hún dvelja í fjóra daga í íbúð í Reykjavík ásamt nítján ára dóttur sinni sem einnig spilar á tónleikunum. Nánara andrúmsloftAð sögn Patti verða tónleikarnir í Háskólabíói öðruvísi en á Nasa á síðasta ári. Þeir verða einfaldari en ég held að ákafinn og orkan verði ekkert minni. Það er gaman að spila órafmagnað. Textarnir verða mikilvægari og andrúmsloftið verður nánara. Þannig á maður líka oft meiri samskipti við áheyrendur. Það verður líka gaman að hafa dóttur mína með mér. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tónleikahaldi og þetta er góð leið fyrir mig til að láta hana taka við keflinu af mér, segir hún. Hendrix var rokk og rólEins og áður sagði flytur Patti lög eftir áhrifavalda sína á næstu plötu sinni. Aðeins einn stendur þó upp úr. Jimi Hendrix var aðalrokkstjarnan. Ef fólk segir að Elvis hafi verið konungur rokksins segi ég allt í lagi, en þá var Jimi rokkið og rólið. Hann var nýjungagjarn, skapandi gítarleikari og hugsjónamaður. Hann hafði sterka návist og blandaði saman ljóðlist, byltingarhugsun og tónlist. Hann hafði mikil áhrif á mig. Rock Star er ekki rokkAðspurð segist Patti ekkert hafa fylgst með Rock Star: Supernova sem tröllríður nú öllu hér á landi. Ég myndi líklega ekki hafa gaman af honum. Ég hef ekki gaman af raunveruleikaþáttum sem búa á gervilegan hátt til rokksveitir. Vissulega er þetta skemmtun fyrir fólk en þetta er ekki lífrænt og eðlilegt. Fyrir mér er rokk og ról frábær rödd fyrir menninguna þar sem ljóðlist, pólitísk hugmyndafræði, tilfinnningasemi og kynorka er aðalaflið. Þegar menn ætla að breyta rokkinu í markaðsvöru eru menn á villigötum og eru ekki að nýta sér þennan frábæra miðil sem rokkið er, segir hún án þess að taka djúpt í árinni. Ákafur friðarsinniPatti hefur löngum þótt róttæk í pólitískum skoðunum sínum og hefur oft talað opinskátt gegn stjórnvöldum. Hún segist þó ekki vera stjórnleysingi í anda pönksins heldur fyrst og fremst ákafur friðarsinni. Núna hef ég meiri áhuga á að koma hugmyndum á framfæri í stað þess að brjóta gítara. Ég vil gagnrýna eyðileggingu umhverfisins, nánast hvert einasta stefnumál Bush-stjórnarinnar, sprengingarnar í Líbanon, ástandið í Darfur-héraði og alnæmi. Það er svo mikið sem ég þarf að tjá mig um að núna eru orð mikilvægari en brotinn gítar. Rock Star Supernova Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Pönkgoðsögnin Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudaginn. Freyr Bjarnason ræddi m.a. við hana um Jimi Hendrix og þáttinn Rock Star: Supernova. Patti Smith fæddist í Chicago 30. desember árið 1946 og verður því sextug á þessu ári. Hún er einna þekktust fyrir sína fyrstu plötu, Horses, sem kom út fyrir 31 ári. Þar blandaði hún saman ljóðlist og pönktónlist á eftirminnilegan hátt og allar götur síðan hefur Patti Smith verið talin mikill áhrifavaldur í rokksögunni. Á afrekaskrá hennar eru tíu hljóðversplötur til viðbótar og hefur hún á ferli sínum sungið þekkt lög á borð við Gloria, Because the Night og Dancing Barefoot, sem U2 tók upp á sína arma. Ný plata í vinnsluPatti hefur verið upptekin í hljóðveri að undanförnu við upptökur á tökulagaplötu með lögum eftir áhrifavalda hennar á borð við Bob Dylan, Jimi Hendrix og Jefferson Airplane. Henni til halds og trausts verða meðal annars vinir hennar Flea úr Red Hot Chili Peppers og Paul Simonon úr hinni goðsagnakenndu sveit The Clash. Ég er bara hérna af því að ég elska Ísland því ég er ekki á tónleikaferð. Við vildum bara fá tækifæri til að heimsækja landið aftur, segir Patti rámri röddu. Minnist hún sérstaklega hestaferðar sem hún fór í síðast þegar hún kom hingað. Í þetta sinn mun hún dvelja í fjóra daga í íbúð í Reykjavík ásamt nítján ára dóttur sinni sem einnig spilar á tónleikunum. Nánara andrúmsloftAð sögn Patti verða tónleikarnir í Háskólabíói öðruvísi en á Nasa á síðasta ári. Þeir verða einfaldari en ég held að ákafinn og orkan verði ekkert minni. Það er gaman að spila órafmagnað. Textarnir verða mikilvægari og andrúmsloftið verður nánara. Þannig á maður líka oft meiri samskipti við áheyrendur. Það verður líka gaman að hafa dóttur mína með mér. Hún er að stíga sín fyrstu skref í tónleikahaldi og þetta er góð leið fyrir mig til að láta hana taka við keflinu af mér, segir hún. Hendrix var rokk og rólEins og áður sagði flytur Patti lög eftir áhrifavalda sína á næstu plötu sinni. Aðeins einn stendur þó upp úr. Jimi Hendrix var aðalrokkstjarnan. Ef fólk segir að Elvis hafi verið konungur rokksins segi ég allt í lagi, en þá var Jimi rokkið og rólið. Hann var nýjungagjarn, skapandi gítarleikari og hugsjónamaður. Hann hafði sterka návist og blandaði saman ljóðlist, byltingarhugsun og tónlist. Hann hafði mikil áhrif á mig. Rock Star er ekki rokkAðspurð segist Patti ekkert hafa fylgst með Rock Star: Supernova sem tröllríður nú öllu hér á landi. Ég myndi líklega ekki hafa gaman af honum. Ég hef ekki gaman af raunveruleikaþáttum sem búa á gervilegan hátt til rokksveitir. Vissulega er þetta skemmtun fyrir fólk en þetta er ekki lífrænt og eðlilegt. Fyrir mér er rokk og ról frábær rödd fyrir menninguna þar sem ljóðlist, pólitísk hugmyndafræði, tilfinnningasemi og kynorka er aðalaflið. Þegar menn ætla að breyta rokkinu í markaðsvöru eru menn á villigötum og eru ekki að nýta sér þennan frábæra miðil sem rokkið er, segir hún án þess að taka djúpt í árinni. Ákafur friðarsinniPatti hefur löngum þótt róttæk í pólitískum skoðunum sínum og hefur oft talað opinskátt gegn stjórnvöldum. Hún segist þó ekki vera stjórnleysingi í anda pönksins heldur fyrst og fremst ákafur friðarsinni. Núna hef ég meiri áhuga á að koma hugmyndum á framfæri í stað þess að brjóta gítara. Ég vil gagnrýna eyðileggingu umhverfisins, nánast hvert einasta stefnumál Bush-stjórnarinnar, sprengingarnar í Líbanon, ástandið í Darfur-héraði og alnæmi. Það er svo mikið sem ég þarf að tjá mig um að núna eru orð mikilvægari en brotinn gítar.
Rock Star Supernova Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira