Eignarrétturinn er mikilvægur 2. september 2006 00:01 Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, áætlar að útgjöld ríkisins muni minnka um þrjá milljarða króna á hverju ári fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það þýðir að handhafar aflaheimilda myndu standa straum af öllum kostnaði tengdum greininni eins og eftirliti og rannsóknum. Sjávarútvegurinn yrði þá líkari flestum öðrum atvinnugreinum. Frá sjónarhóli skattgreiðenda væri þetta ekki ósanngjarnt fyrirkomulag. Það er sjávarútvegsfyrirtækjunum í hag að eftirlit með fiskimiðunum sé skilvirkt og hafrannsóknir árangursríkar. Það myndi miða að því að hámarka arð af fiskveiðiauðlindinni með sjálfbærri nýtingu. Afkoma sjávarútvegsins er undir því komin að rannsóknir séu fullnægjandi og rányrkja ekki stunduð. Með því að hafa þessa hagsmuni á sömu hendi telur Ragnar Árnason og fleiri fræðimenn að betri árangur náist. Útgjöld ríkisins minnki og tekjur sjávarútvegsins aukist. Á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar um samfélags- og efnahagsmál um sjávarútvegsmál í vikunni kom fram að þetta fyrirkomulag gæti gengið innan núverandi kvótakerfis. Hins vegar hlýtur tryggari eignarréttur yfir aflaheimildum að vera mikilvæg forsenda fyrir því að þetta gangi upp. Fræðimenn halda því fram að eignarrétturinn sé mikilvægur til að stuðla að hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda og koma í veg fyrir sóun. Sé eignarrétturinn ótryggur verði ekki ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar, því menn eiga á hættu á að njóta ekki arð af fjárfestingum sínum, og dregið sé úr hvatanum til að leita nýrra tækifæra. Þótt doktor Guðrún Gauksdóttir hafi haldið því fram í erindi sem hún flutti á aðalfundi LÍÚ í fyrra, að aflaheimildir væru eign í skilningi 72. greinar stjórnarskrárinnar, eru skiptar skoðanir um hvort það standist. Í kosningastefnu Samfylkingarinnar, sem samþykkt var 5. apríl 2003, segir meðal annars: „Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum, þannig að sjávarútvegurinn geti lagað sig að breytingum og að sem mest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrningarleið." Það er ólíkegt að útgerðarmenn ráðist í stórhuga framkvæmdir, sem stuðla að betri nýtingu fiskistofnanna, ef hætta er á að aflaheimildir þeirra verði gerðar upptækar. Ótryggur eignarréttur stuðlar því að óhagkvæmni í greininni, sem bitnar á öllum sem vinna við hana. Í ályktun á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005 var dregið í land með fyrningarleiðina. Formaður Samfylkingarinnar boðaði sátt um sjávarútveg á aðalfundi Landssambands útgerðarmanna í október sama ár. Mikilvægur liður í sáttinni væri að útgerðarmenn hættu að tala um eignarréttindi á kvótanum og viðurkenndu að um nýtingarrétt væri að ræða, sem nyti verndar sem óbein eignarréttindi. Þetta var mikilvægt skref í átt að sátt hjá Samfylkingunni og skapar sjávarútvegsfyrirtækjum landsins tryggari rekstrargrundvöll. Þó að ekki verði gengið jafn langt og hugmyndir Ragnars Árnasonar boða er hætta á umbyltingu í greininni hverfandi, óháð niðurstöðu alþingiskosninganna næsta vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, áætlar að útgjöld ríkisins muni minnka um þrjá milljarða króna á hverju ári fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það þýðir að handhafar aflaheimilda myndu standa straum af öllum kostnaði tengdum greininni eins og eftirliti og rannsóknum. Sjávarútvegurinn yrði þá líkari flestum öðrum atvinnugreinum. Frá sjónarhóli skattgreiðenda væri þetta ekki ósanngjarnt fyrirkomulag. Það er sjávarútvegsfyrirtækjunum í hag að eftirlit með fiskimiðunum sé skilvirkt og hafrannsóknir árangursríkar. Það myndi miða að því að hámarka arð af fiskveiðiauðlindinni með sjálfbærri nýtingu. Afkoma sjávarútvegsins er undir því komin að rannsóknir séu fullnægjandi og rányrkja ekki stunduð. Með því að hafa þessa hagsmuni á sömu hendi telur Ragnar Árnason og fleiri fræðimenn að betri árangur náist. Útgjöld ríkisins minnki og tekjur sjávarútvegsins aukist. Á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar um samfélags- og efnahagsmál um sjávarútvegsmál í vikunni kom fram að þetta fyrirkomulag gæti gengið innan núverandi kvótakerfis. Hins vegar hlýtur tryggari eignarréttur yfir aflaheimildum að vera mikilvæg forsenda fyrir því að þetta gangi upp. Fræðimenn halda því fram að eignarrétturinn sé mikilvægur til að stuðla að hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda og koma í veg fyrir sóun. Sé eignarrétturinn ótryggur verði ekki ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar, því menn eiga á hættu á að njóta ekki arð af fjárfestingum sínum, og dregið sé úr hvatanum til að leita nýrra tækifæra. Þótt doktor Guðrún Gauksdóttir hafi haldið því fram í erindi sem hún flutti á aðalfundi LÍÚ í fyrra, að aflaheimildir væru eign í skilningi 72. greinar stjórnarskrárinnar, eru skiptar skoðanir um hvort það standist. Í kosningastefnu Samfylkingarinnar, sem samþykkt var 5. apríl 2003, segir meðal annars: „Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum, þannig að sjávarútvegurinn geti lagað sig að breytingum og að sem mest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrningarleið." Það er ólíkegt að útgerðarmenn ráðist í stórhuga framkvæmdir, sem stuðla að betri nýtingu fiskistofnanna, ef hætta er á að aflaheimildir þeirra verði gerðar upptækar. Ótryggur eignarréttur stuðlar því að óhagkvæmni í greininni, sem bitnar á öllum sem vinna við hana. Í ályktun á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005 var dregið í land með fyrningarleiðina. Formaður Samfylkingarinnar boðaði sátt um sjávarútveg á aðalfundi Landssambands útgerðarmanna í október sama ár. Mikilvægur liður í sáttinni væri að útgerðarmenn hættu að tala um eignarréttindi á kvótanum og viðurkenndu að um nýtingarrétt væri að ræða, sem nyti verndar sem óbein eignarréttindi. Þetta var mikilvægt skref í átt að sátt hjá Samfylkingunni og skapar sjávarútvegsfyrirtækjum landsins tryggari rekstrargrundvöll. Þó að ekki verði gengið jafn langt og hugmyndir Ragnars Árnasonar boða er hætta á umbyltingu í greininni hverfandi, óháð niðurstöðu alþingiskosninganna næsta vor.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun