Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari 6. september 2006 07:15 Bryndís Hlöðversdóttir Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að slípa þessar reglur til. Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira