Byggja 200 íbúðir fyrir eldri borgara 6. september 2006 06:30 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkurborg stefnir á að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 200 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara á næstunni. Þessar íbúðir verða að öllum líkindum tengdar þjónustukjörnum við Spöngina í Grafarvogi annars vegar og við Sléttuveg hins vegar. 100 íbúðir verða byggðar á hvorum stað. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í gær. Borgarstjóri gerði jafnframt grein fyrir samráði við eldri borgara í sumar og að á Velferðarsviði væri unnið að tillögum um skipulagðar heimsóknir til eldri borgara til að vinna gegn félagslegri einangrun og breytingum sem hafa orðið á akstursþjónustu aldraðra. Vilhjálmur minntist einnig í ræðu sinni á það sem hann kallar áhugaleysi fyrrverandi meirihluta. "Staðreyndin er sú að fyrrverandi meirihluti sinnti málefnum eldri borgara í borginni illa. Algjör stöðnun ríkti í uppbyggingu þjónustuíbúða og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík á síðasta áratug," segir Vilhjálmur. Hann segir tölurnar tala sínu máli og í sumar hafi 347 aldraðir einstaklingar verið á biðlista eftir þjónustuíbúð, 19 eftir heimaþjónustu og 271 eftir hjúkrunarrými. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að í ræðu borgarstjóra hafi ekki verið neinar nýjar fréttir. "Það sem hann skreytti sig með voru verkefni sem voru komin í gang áður en nýr meirihluti tók við. Það kreppir mest að verkefnum sem eru unnin í samstarfi við ríkið en borgarstjóri upplýsti ekki um að það hefði komið neinn fjörkippur í það samstarf." Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir á að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 200 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara á næstunni. Þessar íbúðir verða að öllum líkindum tengdar þjónustukjörnum við Spöngina í Grafarvogi annars vegar og við Sléttuveg hins vegar. 100 íbúðir verða byggðar á hvorum stað. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í gær. Borgarstjóri gerði jafnframt grein fyrir samráði við eldri borgara í sumar og að á Velferðarsviði væri unnið að tillögum um skipulagðar heimsóknir til eldri borgara til að vinna gegn félagslegri einangrun og breytingum sem hafa orðið á akstursþjónustu aldraðra. Vilhjálmur minntist einnig í ræðu sinni á það sem hann kallar áhugaleysi fyrrverandi meirihluta. "Staðreyndin er sú að fyrrverandi meirihluti sinnti málefnum eldri borgara í borginni illa. Algjör stöðnun ríkti í uppbyggingu þjónustuíbúða og leiguíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík á síðasta áratug," segir Vilhjálmur. Hann segir tölurnar tala sínu máli og í sumar hafi 347 aldraðir einstaklingar verið á biðlista eftir þjónustuíbúð, 19 eftir heimaþjónustu og 271 eftir hjúkrunarrými. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að í ræðu borgarstjóra hafi ekki verið neinar nýjar fréttir. "Það sem hann skreytti sig með voru verkefni sem voru komin í gang áður en nýr meirihluti tók við. Það kreppir mest að verkefnum sem eru unnin í samstarfi við ríkið en borgarstjóri upplýsti ekki um að það hefði komið neinn fjörkippur í það samstarf."
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira