Segir andóf ekki liðið 6. september 2006 07:00 Falun Gong-liðar mótmæla Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum þegar Kínaforseti kom til landsins voru mjög umdeildar. Deilt hefur verið um hversu langt mótmælendur geta gengið í aðgerðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira