Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki 6. september 2006 08:00 Héraðsdómur Um 1.100 konur eru taldar verða fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi árlega. Enn fleiri verða fyrir andlegu ofbeldi en lítill hluti þess ratar inn á borð til yfirvalda. Börn geta orðið fyrir varanlegum skaða alist þau upp við heimilisofbeldi. Mynd/Vísir Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira