Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði 6. september 2006 07:15 Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira