Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu 6. september 2006 07:45 Sextán ára árásarmaður stakk kunningja sinn í bakið og skildi hnífinn eftir standandi úr bakinu á honum. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild og hafði hann þá náð hnífnum úr sjálfur. Sextán ára pilturinn sat ásamt 28 ára kunningja sínum í bifreið hins síðarnefnda við Skautasvellið í Laugardal um eittleytið í fyrrinótt, þegar þeim sinnaðist með þeim afleiðingum að pilturinn dró upp hníf og réðst á félaga sinn. Pilturinn stakk manninn í bakið og skildi við hnífinn standandi úr sárinu. Því næst forðaði árásarmaðurinn sér út úr bifreiðinni hafði sig á brott á hlaupum. Fórnarlambið ók þá sem leið lá á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en tókst að ná hnífnum úr bakinu á sér á leiðinni á bráðamóttökuna. Þegar þangað var komið hafði maðurinn misst mikið blóð en var ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þar var gert að sári mannsins og var hann útskrifaður stuttu síðar. Samkvæmt vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans var áverki mannsins ekki lífshættulegur. Stungusárið var ofarlega á bakinu við herðablað og töluvert djúpt en fjarri helstu líffærum og því var maðurinn ekki í bráðri lífshættu. Fórnarlambið gat gefið lögreglu upplýsingar um dvalarstað árásarmannsins og var hann handtekinn í nágrenni við heimili sitt í austurhluta höfuðborgarinnar stuttu síðar. Veitti hann að sögn lögreglu enga mótspyrnu við handtökuna. Pilturinn var færður í fangageymslur en ekki yfirheyrður fyrr en seinnipartinn í gær. Lögregla neitaði að gefa upp hvort pilturinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði uppi á honum. Að sögn lögreglu hefur hvorugur mannanna komið við sögu lögreglu áður og þeir eru ekki skyldir. Málið er í rannsókn ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Sextán ára pilturinn sat ásamt 28 ára kunningja sínum í bifreið hins síðarnefnda við Skautasvellið í Laugardal um eittleytið í fyrrinótt, þegar þeim sinnaðist með þeim afleiðingum að pilturinn dró upp hníf og réðst á félaga sinn. Pilturinn stakk manninn í bakið og skildi við hnífinn standandi úr sárinu. Því næst forðaði árásarmaðurinn sér út úr bifreiðinni hafði sig á brott á hlaupum. Fórnarlambið ók þá sem leið lá á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en tókst að ná hnífnum úr bakinu á sér á leiðinni á bráðamóttökuna. Þegar þangað var komið hafði maðurinn misst mikið blóð en var ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þar var gert að sári mannsins og var hann útskrifaður stuttu síðar. Samkvæmt vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans var áverki mannsins ekki lífshættulegur. Stungusárið var ofarlega á bakinu við herðablað og töluvert djúpt en fjarri helstu líffærum og því var maðurinn ekki í bráðri lífshættu. Fórnarlambið gat gefið lögreglu upplýsingar um dvalarstað árásarmannsins og var hann handtekinn í nágrenni við heimili sitt í austurhluta höfuðborgarinnar stuttu síðar. Veitti hann að sögn lögreglu enga mótspyrnu við handtökuna. Pilturinn var færður í fangageymslur en ekki yfirheyrður fyrr en seinnipartinn í gær. Lögregla neitaði að gefa upp hvort pilturinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði uppi á honum. Að sögn lögreglu hefur hvorugur mannanna komið við sögu lögreglu áður og þeir eru ekki skyldir. Málið er í rannsókn ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira