Virkt nálgunarbann 7. september 2006 06:00 Heimilið er griðastaður, öruggt skjól þeirra sem þar búa. Að minnsta kosti er því þannig farið hjá flestum. En hitt er því miður líka til að heimilið sé vettvangur ofbeldis og þar með því alls ekki sá griðastaður fjölskyldu sem til er ætlast og hlýtur að teljast til frummannréttinda hvers og eins. Þess vegna er heimilisofbeldi óþolandi og ólíðandi, meinsemd sem verður að vinna hörðum höndum að því að uppræta. Fréttir hér í blaðinu fyrr í vikunni um að ákært væri í innan við einu prósenti heimilisofbeldismála endurspegla það ófremdarástand sem ríkir þegar ofbeldi á heimilum er annars vegar, ofbeldi sem á sér stað í samskiptum hjóna eða sambýlisfólks þar sem fullkomið traust ætti að ríkja. Konur eru alla jafna þolendur í heimilisofbeldi en karlar gerendur. Ljóst er að þolendum heimilisofbeldis er ekki veittur sá stuðningur sem þeim er nauðsynlegur til að brjóta á bak aftur það ofbeldi sem þeir verða fyrir. Sá stuðningur þarf að vera ákveðinn og skilvirkur, ekki síst vegna hinna sérstöku aðstæðna sem eru fyrir hendi þegar ofbeldi á sér stað inni á heimilum, milli hjóna eða pars sem lifir saman vegna þess að það hefur tekið þá ákvörðun að deila saman lífi sínu. Eitt af því sem gerir meðferð heimilisofbeldismála erfiða er að hér er nálgunarbann geranda við þolanda í heimilisofbeldismálum þungt í vöfum. Um þetta eru viðmælendur blaðsins í fréttum um heimilisofbeldi sammála. Sömuleiðis benda þeir á austurrísku leiðina, sem svo er kölluð, um nálgunarbann. Austurríska leiðin gengur út á að hægt sé að vísa þeim sem beitir ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu og meina honum að koma þangað í ákveðinn tíma. Þessi aðferð gefur meira svigrúm til að vinna í máli þolandans en þegar gerandinn getur nánast umsvifalaust snúið til baka til baka inn á heimilið til þolandans. Nálgunarbann geranda við þolanda heimilisofbeldis frá þeirri stundu sem ofbeldið á sér stað eykur svigrúm beggja til að átta sig á stöðu mála. Konan fær það skjól á heimilinu sem mannréttindi hennar gera ráð fyrir og ytri aðstæður karlsins gefa honum þá ekki kost á öðru en að horfast í augu við vanda sinn og vinna í honum. Lögfesting austurrísku leiðarinnar ætti því að vera einföld en áhrifarík leið til þess að koma heimilisofbeldismálum upp úr hjólförunum og í farveg sem leiðir til úrbóta bæði fyrir þolanda og geranda. Þingmenn Vinstri grænna hafa í þrígang lagt fram frumvarp til laga um að austurríska leiðin verði lögleidd hér og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Þessi mál hafa ekki náð fram að ganga og það eina sem breyst hefur í löggjöfinni undanfarin ár er að á síðasta þingi kom inn refsiþynging vegna heimilisofbeldis. Hér á landi er ekki heldur til nein aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi en samkvæmt úttekt Evrópuráðsins er Ísland í hópi 10 Evrópuríkja sem ekki hafa slíka áætlun á móti 21 sem hana hafa. Hér er því verk fyrir höndum. Það er á valdi stjórnvalda að laga löggjöfina og ekki eftir neinu að bíða. Nálgunarbann geranda við þolanda heimilisofbeldis frá þeirri stundu sem ofbeldið á sér stað eykur svigrúm beggja til að átta sig á stöðu mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Heimilið er griðastaður, öruggt skjól þeirra sem þar búa. Að minnsta kosti er því þannig farið hjá flestum. En hitt er því miður líka til að heimilið sé vettvangur ofbeldis og þar með því alls ekki sá griðastaður fjölskyldu sem til er ætlast og hlýtur að teljast til frummannréttinda hvers og eins. Þess vegna er heimilisofbeldi óþolandi og ólíðandi, meinsemd sem verður að vinna hörðum höndum að því að uppræta. Fréttir hér í blaðinu fyrr í vikunni um að ákært væri í innan við einu prósenti heimilisofbeldismála endurspegla það ófremdarástand sem ríkir þegar ofbeldi á heimilum er annars vegar, ofbeldi sem á sér stað í samskiptum hjóna eða sambýlisfólks þar sem fullkomið traust ætti að ríkja. Konur eru alla jafna þolendur í heimilisofbeldi en karlar gerendur. Ljóst er að þolendum heimilisofbeldis er ekki veittur sá stuðningur sem þeim er nauðsynlegur til að brjóta á bak aftur það ofbeldi sem þeir verða fyrir. Sá stuðningur þarf að vera ákveðinn og skilvirkur, ekki síst vegna hinna sérstöku aðstæðna sem eru fyrir hendi þegar ofbeldi á sér stað inni á heimilum, milli hjóna eða pars sem lifir saman vegna þess að það hefur tekið þá ákvörðun að deila saman lífi sínu. Eitt af því sem gerir meðferð heimilisofbeldismála erfiða er að hér er nálgunarbann geranda við þolanda í heimilisofbeldismálum þungt í vöfum. Um þetta eru viðmælendur blaðsins í fréttum um heimilisofbeldi sammála. Sömuleiðis benda þeir á austurrísku leiðina, sem svo er kölluð, um nálgunarbann. Austurríska leiðin gengur út á að hægt sé að vísa þeim sem beitir ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu og meina honum að koma þangað í ákveðinn tíma. Þessi aðferð gefur meira svigrúm til að vinna í máli þolandans en þegar gerandinn getur nánast umsvifalaust snúið til baka til baka inn á heimilið til þolandans. Nálgunarbann geranda við þolanda heimilisofbeldis frá þeirri stundu sem ofbeldið á sér stað eykur svigrúm beggja til að átta sig á stöðu mála. Konan fær það skjól á heimilinu sem mannréttindi hennar gera ráð fyrir og ytri aðstæður karlsins gefa honum þá ekki kost á öðru en að horfast í augu við vanda sinn og vinna í honum. Lögfesting austurrísku leiðarinnar ætti því að vera einföld en áhrifarík leið til þess að koma heimilisofbeldismálum upp úr hjólförunum og í farveg sem leiðir til úrbóta bæði fyrir þolanda og geranda. Þingmenn Vinstri grænna hafa í þrígang lagt fram frumvarp til laga um að austurríska leiðin verði lögleidd hér og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Þessi mál hafa ekki náð fram að ganga og það eina sem breyst hefur í löggjöfinni undanfarin ár er að á síðasta þingi kom inn refsiþynging vegna heimilisofbeldis. Hér á landi er ekki heldur til nein aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi en samkvæmt úttekt Evrópuráðsins er Ísland í hópi 10 Evrópuríkja sem ekki hafa slíka áætlun á móti 21 sem hana hafa. Hér er því verk fyrir höndum. Það er á valdi stjórnvalda að laga löggjöfina og ekki eftir neinu að bíða. Nálgunarbann geranda við þolanda heimilisofbeldis frá þeirri stundu sem ofbeldið á sér stað eykur svigrúm beggja til að átta sig á stöðu mála.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun