Eins og blaut tuska framan í organista 18. september 2006 03:30 Úr Skálholti. Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. MYND/Stefán Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira