Hann ætlaði að drepa mig 21. september 2006 07:15 Þorleifur Eggertsson Bjargaði lífi sínu með því að taka til fótanna. MYND/Brink „Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist. Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist.
Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?