Íslenski boltinn

Ætluðum okkur meira í sumar

Vonbrigði. Þjálfari Vals segir að liðið hafi ætlað sér stærri hluti á tímabilinu.
Vonbrigði. Þjálfari Vals segir að liðið hafi ætlað sér stærri hluti á tímabilinu.

„Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik.

„Ég finn til með leikmönnum mínum fyrir að hafa lagt sig alla fram en fengið ekkert fyrir sinn snúð. Það er rétt að við föllum aftar á völlinn undir það síðasta en við eigum líka að gera betur í skyndisóknunum þegar KR-ingarnir voru komnir svona framarlega. Við nýttum ekki okkar möguleika og er refsað.“

Willum sagði árangur Vals í sumar, 3. sætið í deildinni og átta liða úrslit í bikar, ekki ná þeim markmiðum sem lagt hafi verið upp með í upphafi sumars. „Við erum ekki sáttir við okkar árangur. Valur er félag sem gerir tilkall til bikars á hverju ári. Það gengur ekki eftir og því eru þetta vonbrigði. Við sættum okkur hins vegar við orðinn hlut og komum sterkari til leiks á næsta ári,“ sagði þjálfarinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×