Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2024 22:35 Elmar Kári skoraði annað mark Aftureldingar í leiknum og hefði hæglega getað bætt við. Hann verður í banni í næsta leik. afturelding Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld. Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira