Besta deild karla

Fréttamynd

Viðar Örn að glíma við meiðsli

Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA búið að landa fyrir­liða Lyngby

KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra

Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Adam Ægir á heim­leið

Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sorg og ó­vissa en ljós við enda ganganna

Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári.

Íslenski boltinn