„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira