Vændi er neyð 24. september 2006 06:00 Margt horfir til bóta í frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Miklu munar um það ákvæði að fyrningarfrestur kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola í stað fjórtán ára áður. Hækkun refsihámarks fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum gerir einnig að verkum að fyrningartími þessara brota verður lengri en áður. Ýmsir hafa þó bent á að rétt hefði verið að ganga enn lengra og jafnvel afnema fyrningarfrest í brotum sem þessum. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé meðal allra alvarlegustu glæpa sem framdir eru. Þynging refsinga í kynferðisbrotamálum gegn börnum, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, er því löngu tímabær. Einnig er til bóta rýmkun á nauðgunarhugtakinu á þann veg að ef frumvarpið nær fram að ganga telst það vera nauðgun ef gerandi færir sér bágt andlegt ástand eða skilningsleysi þolanda í nyt. Þetta þýðir að misneyting, til dæmis á þeim sem eru þroskaheftir, telst vera nauðgun. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er felld niður refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu. Þess í stað verður refsivert að bjóða fram eða miðla kynmökum í opinberum auglýsingum. Þetta er vissulega mikil breyting miðað við gildandi lög þar sem refsivert er að stunda vændi. Allt bendir til að til undantekninga heyri að nokkur manneskja kjósi að hafa tekjur af því að selja líkama sinn. Hér hefðu margir viljað ganga enn lengra og fara „sænsku leiðina" sem svo er kölluð en samkvæmt henni er refsivert að kaupa vændi. Þessi leið hefur verið farin í löggjöf í Svíþjóð en aðrar norrænar þjóðir hafa ekki kosið að fara hana. Talsmenn frelsis til að kaupa og selja kynlífsþjónustu minna iðulega á að vændi sé elst atvinnugreina. Á móti má benda á að fjölmargar atvinnugreinar sem stundaðar hafa verið í gegnum aldir og árþúsund hafa úrelst vegna samfélagsbreytinga. Svo ætti einnig að vera um vændi í samfélagi þar sem jöfnuður og reisn teljast til mannréttinda. Sömuleiðis er bent á að þær konur, og karlar, sem stundi vændi hafi valið sér þessa leið til að afla sér lífsviðurværis. Rétt eins og aðrir velji að vera læknar, leikskólakennarar eða að standa bak við búðarborð í verslun. Þetta er mikil einföldun. Allt bendir til að til undantekninga heyri að nokkur manneskja kjósi að hafa tekjur af því að selja líkama sinn. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn. Tíminn leiðir í ljós hver áhrif þessarar lagabreytingar verða og hvort ástæða er til að ganga lengra bæði varðandi fyrirngarfrest í kynferðisbrotum gegn börnum og í þá átt að refsivert verði að kaupa vændi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Margt horfir til bóta í frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Miklu munar um það ákvæði að fyrningarfrestur kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola í stað fjórtán ára áður. Hækkun refsihámarks fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum gerir einnig að verkum að fyrningartími þessara brota verður lengri en áður. Ýmsir hafa þó bent á að rétt hefði verið að ganga enn lengra og jafnvel afnema fyrningarfrest í brotum sem þessum. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé meðal allra alvarlegustu glæpa sem framdir eru. Þynging refsinga í kynferðisbrotamálum gegn börnum, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, er því löngu tímabær. Einnig er til bóta rýmkun á nauðgunarhugtakinu á þann veg að ef frumvarpið nær fram að ganga telst það vera nauðgun ef gerandi færir sér bágt andlegt ástand eða skilningsleysi þolanda í nyt. Þetta þýðir að misneyting, til dæmis á þeim sem eru þroskaheftir, telst vera nauðgun. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er felld niður refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu. Þess í stað verður refsivert að bjóða fram eða miðla kynmökum í opinberum auglýsingum. Þetta er vissulega mikil breyting miðað við gildandi lög þar sem refsivert er að stunda vændi. Allt bendir til að til undantekninga heyri að nokkur manneskja kjósi að hafa tekjur af því að selja líkama sinn. Hér hefðu margir viljað ganga enn lengra og fara „sænsku leiðina" sem svo er kölluð en samkvæmt henni er refsivert að kaupa vændi. Þessi leið hefur verið farin í löggjöf í Svíþjóð en aðrar norrænar þjóðir hafa ekki kosið að fara hana. Talsmenn frelsis til að kaupa og selja kynlífsþjónustu minna iðulega á að vændi sé elst atvinnugreina. Á móti má benda á að fjölmargar atvinnugreinar sem stundaðar hafa verið í gegnum aldir og árþúsund hafa úrelst vegna samfélagsbreytinga. Svo ætti einnig að vera um vændi í samfélagi þar sem jöfnuður og reisn teljast til mannréttinda. Sömuleiðis er bent á að þær konur, og karlar, sem stundi vændi hafi valið sér þessa leið til að afla sér lífsviðurværis. Rétt eins og aðrir velji að vera læknar, leikskólakennarar eða að standa bak við búðarborð í verslun. Þetta er mikil einföldun. Allt bendir til að til undantekninga heyri að nokkur manneskja kjósi að hafa tekjur af því að selja líkama sinn. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn. Tíminn leiðir í ljós hver áhrif þessarar lagabreytingar verða og hvort ástæða er til að ganga lengra bæði varðandi fyrirngarfrest í kynferðisbrotum gegn börnum og í þá átt að refsivert verði að kaupa vændi.