Innkallanir valda samdrætti hjá Sony 20. október 2006 06:15 sony vaio Sony hefur lækkað afkomuspá sína. Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, til að bregðast við áhrifum af miklum innköllunum á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem lýkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fyrirtæki á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Þá hefur fyrirtækið sömuleiðis innkallað um 90.000 rafhlöður í eigin fartölvum. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum. Hin ástæðan er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á stórum mörkuðum. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008. Viðskipti Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, til að bregðast við áhrifum af miklum innköllunum á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem lýkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fyrirtæki á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Þá hefur fyrirtækið sömuleiðis innkallað um 90.000 rafhlöður í eigin fartölvum. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum. Hin ástæðan er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á stórum mörkuðum. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008.
Viðskipti Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira