Kynna íslenskt fjármálalíf erlendis 8. nóvember 2006 00:01 Frá stofnfundi fjármálafyrirtækja Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis og formaður nýrra samtaka fjármálafyrirtækja, gerði grein fyrir markmiði samtakanna á stofnfundi í gær. Þau taka til starfa 1. janúar á næsta ári. MYND/Vilhelm Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja (SBV), Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og Samband íslenskra sparisjóða (SÍSP) hafa ákveðið að sameinast undir einum hatti í Samtökum fjármálafyrirtækja frá og með næstu áramótum. Formenn samtakanna undirrituðu samkomulag þess efnis á stofnfundi í gær. Tilgangur samtakanna er meðal annars að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra, stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslenskra fjármálafyrirtækja, taka þátt í erlendu hagsmunasamstarfi og auka skilning á mikilvægi fjármálafyrirtækja fyrir íslenskan efnahag. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem kjörinn var formaður samtakanna, sagði samtökin hafa meiri slagkraft en núverandi samtök til að koma að mótun laga og reglna fyrir fjármálamarkað í samstarfi við stjórnvöld og alþjóðlegar stofnanir. Munu aðilar samtakanna meðal annars eiga sæti í nefndum og ráðum tengdum fjármálamarkaðinum, Fjármálaeftirliti og Samkeppnisstofnun svo eitthvað sé nefnt. Þá lagði hann enn fremur áherslu á að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér á landi verði áfram samkeppnishæft.Bylting í fjármálastarfsemiBjarni sagði breytingar á innlendum fjármálamarkaði hér á landi byltingu líkasta. „Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið hraðar en nokkur önnur atvinnugrein á undanförnum árum. Dæmi um það er að heildareignir fyrirtækja í greininni hafa sexfaldast á síðastliðnum fimm árum og framlag til landsframleiðslu er orðið meira en framlag sjávarútvegs,“ sagði hann og benti á að engin atvinnugrein greiði jafn mikla skatta til þjóðarbúsins og fjármálafyrirtækin.„Fjármálageirinn er orðinn drifkraftur framþróunar á Íslandi og hefur stuðlað verulega að því að Ísland er í hópi auðugustu þjóða heims,“ sagði Bjarni og bætti við að nokkrir þættir í sögu Íslands á seinni árum hefðu leyst fjármálageirann úr viðjum fortíðar og ríkisforsjár í nokkrum áföngum. Þar skipar inngangan í Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hlutafjár- og einkavæðing stóran sess. „Þessi skref lögðu grunninn að þeirri stöðu sem við erum í nú,“ sagði hann og benti á að starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem er í ríkiseigu, væri merki um að ekki væri búið að stíga skrefin til fulls.Þá gerði Bjarni grein fyrir hlutverki Samtaka fjármálafyrirtækja og sagði þau meðal annars beita sér fyrir því að heilbrigt umhverfi ríki í málefnum aðildarfélaga hvað jafna aðstöðu til samkeppni snerti og lagði áherslu á að ríkið þyrfti að hætta þátttöku á fjármálamarkaði. Bjarni benti enn fremur á að íslensk fjármálafyrirtæki hefðu bæði hratt og stöðugt verið að færa sig út á breiðari svið samkeppnisvallarins, ekki síst utan landsteina, og því væri veruleg þörf fyrir samtök á borð við þau sem tækju til starfa um áramótin.„Hagsmunabaráttan verður mikilvægari með hverju árinu sem líður með systurfélögum okkar í Evrópu því íslensk lagasetning byggist að einhverju leyti á tilmælum frá Brussel,“ sagði Bjarni en Samtök fjármálafyrirtækja munu meðal annars verða virkur þátttakandi í alþjóðlegum og evrópskum banka- og tryggingasamtökum.Ísland á alþjóða fjármálakortinuÞá sagði Bjarni greinilegt að íslensk fjármálastarfsemi væri komin á kortið í öðrum löndum, ekki síst á þessu ári, enda væri áhugi erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði kominn til að vera. „Ólgusjórinn sem reið yfir okkur fyrr á þessu ári endurspeglaði mikilvægi þess að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um fjármálamarkaðinn og ekki síður mikilvægi þess að þeim upplýsingum verði komið á framfæri til réttra aðila,“ sagði Bjarni og lagði áherslu á að Samtök fjármálafyrirtækja muni gera það í meiri mæli en nú.Þá sagði hann íslenska fjármálaþjónustu hérlendis til einstaklinga og fyrirtækja koma vel út úr alþjóðlegum samanburði og vera á heimsmælikvarða. Samtökin væru stolt af því og munu efla það enn frekar.Liður í því er að safna tölulegum upplýsingum um íslenskan fjármálamarkað og koma þeim á framfæri þannig að þær væru aðgengilegar fjármálafyrirtækjum og öðrum, svo sem almenningi og fjölmiðlum hér heima og erlendis auk þess sem horft sé til þess að styrkja ásýnd og bæta ímynd fjármálafyrirtækja víðar en nú. „Þetta mun að okkar mati auka skilning almennings á eðli fjármálastarfsemi og mikilvægi hennar fyrir þjóðarbúið,“ sagði Bjarni. „Mér sýnist við eiga nokkuð í land að ná til allra. Allavega fannst mér þær vera nokkuð kaldar kveðjurnar til þeirra tæpu 7.000 starfsmanna sem vinna á vegum fjármálafyrirtækja þegar þeir voru kallaðir drengir og stúlkur í silkifötum, sem fólki mætti vera nokk sama hvort ynni hér á landi eða annars staðar. Hæfileikar þeirra og menntun gætu þar með nýst öðrum og í öðru landi,“ sagði Bjarni Ármannsson. Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja (SBV), Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og Samband íslenskra sparisjóða (SÍSP) hafa ákveðið að sameinast undir einum hatti í Samtökum fjármálafyrirtækja frá og með næstu áramótum. Formenn samtakanna undirrituðu samkomulag þess efnis á stofnfundi í gær. Tilgangur samtakanna er meðal annars að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra, stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslenskra fjármálafyrirtækja, taka þátt í erlendu hagsmunasamstarfi og auka skilning á mikilvægi fjármálafyrirtækja fyrir íslenskan efnahag. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem kjörinn var formaður samtakanna, sagði samtökin hafa meiri slagkraft en núverandi samtök til að koma að mótun laga og reglna fyrir fjármálamarkað í samstarfi við stjórnvöld og alþjóðlegar stofnanir. Munu aðilar samtakanna meðal annars eiga sæti í nefndum og ráðum tengdum fjármálamarkaðinum, Fjármálaeftirliti og Samkeppnisstofnun svo eitthvað sé nefnt. Þá lagði hann enn fremur áherslu á að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér á landi verði áfram samkeppnishæft.Bylting í fjármálastarfsemiBjarni sagði breytingar á innlendum fjármálamarkaði hér á landi byltingu líkasta. „Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið hraðar en nokkur önnur atvinnugrein á undanförnum árum. Dæmi um það er að heildareignir fyrirtækja í greininni hafa sexfaldast á síðastliðnum fimm árum og framlag til landsframleiðslu er orðið meira en framlag sjávarútvegs,“ sagði hann og benti á að engin atvinnugrein greiði jafn mikla skatta til þjóðarbúsins og fjármálafyrirtækin.„Fjármálageirinn er orðinn drifkraftur framþróunar á Íslandi og hefur stuðlað verulega að því að Ísland er í hópi auðugustu þjóða heims,“ sagði Bjarni og bætti við að nokkrir þættir í sögu Íslands á seinni árum hefðu leyst fjármálageirann úr viðjum fortíðar og ríkisforsjár í nokkrum áföngum. Þar skipar inngangan í Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hlutafjár- og einkavæðing stóran sess. „Þessi skref lögðu grunninn að þeirri stöðu sem við erum í nú,“ sagði hann og benti á að starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem er í ríkiseigu, væri merki um að ekki væri búið að stíga skrefin til fulls.Þá gerði Bjarni grein fyrir hlutverki Samtaka fjármálafyrirtækja og sagði þau meðal annars beita sér fyrir því að heilbrigt umhverfi ríki í málefnum aðildarfélaga hvað jafna aðstöðu til samkeppni snerti og lagði áherslu á að ríkið þyrfti að hætta þátttöku á fjármálamarkaði. Bjarni benti enn fremur á að íslensk fjármálafyrirtæki hefðu bæði hratt og stöðugt verið að færa sig út á breiðari svið samkeppnisvallarins, ekki síst utan landsteina, og því væri veruleg þörf fyrir samtök á borð við þau sem tækju til starfa um áramótin.„Hagsmunabaráttan verður mikilvægari með hverju árinu sem líður með systurfélögum okkar í Evrópu því íslensk lagasetning byggist að einhverju leyti á tilmælum frá Brussel,“ sagði Bjarni en Samtök fjármálafyrirtækja munu meðal annars verða virkur þátttakandi í alþjóðlegum og evrópskum banka- og tryggingasamtökum.Ísland á alþjóða fjármálakortinuÞá sagði Bjarni greinilegt að íslensk fjármálastarfsemi væri komin á kortið í öðrum löndum, ekki síst á þessu ári, enda væri áhugi erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði kominn til að vera. „Ólgusjórinn sem reið yfir okkur fyrr á þessu ári endurspeglaði mikilvægi þess að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um fjármálamarkaðinn og ekki síður mikilvægi þess að þeim upplýsingum verði komið á framfæri til réttra aðila,“ sagði Bjarni og lagði áherslu á að Samtök fjármálafyrirtækja muni gera það í meiri mæli en nú.Þá sagði hann íslenska fjármálaþjónustu hérlendis til einstaklinga og fyrirtækja koma vel út úr alþjóðlegum samanburði og vera á heimsmælikvarða. Samtökin væru stolt af því og munu efla það enn frekar.Liður í því er að safna tölulegum upplýsingum um íslenskan fjármálamarkað og koma þeim á framfæri þannig að þær væru aðgengilegar fjármálafyrirtækjum og öðrum, svo sem almenningi og fjölmiðlum hér heima og erlendis auk þess sem horft sé til þess að styrkja ásýnd og bæta ímynd fjármálafyrirtækja víðar en nú. „Þetta mun að okkar mati auka skilning almennings á eðli fjármálastarfsemi og mikilvægi hennar fyrir þjóðarbúið,“ sagði Bjarni. „Mér sýnist við eiga nokkuð í land að ná til allra. Allavega fannst mér þær vera nokkuð kaldar kveðjurnar til þeirra tæpu 7.000 starfsmanna sem vinna á vegum fjármálafyrirtækja þegar þeir voru kallaðir drengir og stúlkur í silkifötum, sem fólki mætti vera nokk sama hvort ynni hér á landi eða annars staðar. Hæfileikar þeirra og menntun gætu þar með nýst öðrum og í öðru landi,“ sagði Bjarni Ármannsson.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira