Viðskipti innlent

Promens hækkar boðið

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens Promens hefur hækkað tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens Promens hefur hækkað tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon.

Promens, dótturfélag Atorku, hækkaði í gær tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon, í kjölfar þess að Plast Holding A/S tilkynnti um hækkun síns tilboð til jöfnunar tilboði Promens.

Tilboð Promens hljóðar nú upp á 35 norskar krónur á hlut í stað 32,50 norskra króna. Felur það í sér að greitt verði með reiðufé fyrir alla hluti í Polimoon. Það er háð þeim skilyrðum að samþykki 90 prósenta hluthafa fáist, niðurstöður úr áreiðanleikakönnun verði ásættanlegar, samþykki eftirlitsaðila fáist og að ásættanleg fjármögnun fáist með sambankaláni og hlutafé.

Í tilkynningu frá Atorku segir að Promens vinni nú að gerð tilboðsgagna með ítarlegri upplýsingum sem verða gerð opinber í kringum 10. nóvember. Unnið sé að því að aflétta skilyrðum um fjármögnun en Promens hefur þegar fengið fullnægjandi loforð um eiginfjárframlag í kaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×