Orrustan um Alsír sýnd 14. nóvember 2006 13:30 Gillo Pontecorvo Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning