Orrustan um Alsír sýnd 14. nóvember 2006 13:30 Gillo Pontecorvo Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta.
Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein