PS3 næstum uppseld í Japan 15. nóvember 2006 07:00 Úr verslun í Tókýó. Hamagangur var í verslunum í Japan þegar sala hófst á PlayStation 3 leikjatölvunni á laugardag. MYND/AFP Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira