Inngangur að rökfræði 17. nóvember 2006 17:00 Ósýnilegir glæpir Guillermo Martínes. Öldruð kona finnst myrt á heimili sínu í Oxford á Englandi. Arthur Seldom, prófessor í stærðfræði, mætir fyrstur á vettvang glæpsins eftir að hafa borist torræð orðsending, ásamt ungum argentínskum háskólanema sem leigði hjá fórnarlambinu. Fleiri morð eru framin í kjölfarið og fátt virðist tengja þau saman nema fleiri torskilin skilaboð. Brátt rennur það upp fyrir stærðfræðingnum að tengsl eru á milli ódæðanna og stærðfræðikenningar og hann þarf að beita allri sinni kunnáttu til að leysa gátuna. Svo hljóðar söguþráður Ósýnilegra glæpa, óvenjulegrar spennusögu þar sem gátan liggur fremur í leiðinni að svarinu en hver framdi glæpinn. Í sjálfu sér er þetta lítt dulbúinn inngangur að stærðfræðilegri rökfræði, enda höfundurinn sjálfur menntaður á því sviði. Þeir sem ekki eru hneigðir til stærðfræði kann ef til vill að virðast það óárennileg uppskrift að spennandi glæpasögu; sá sem þetta skrifar leist til dæmis ekki á blikuna framan af þar sem hugtök á borð við rakhníf Ockhams og þversögn Wittgensteins um endanlega reglu voru kynnt til sögunnar. En það rætist úr; þegar á líður tekst Martínes að setja fræðin fram svo leikmenn þykjast skilja og við tekur þónokkuð skemmtileg hugarleikfimi. Höfundurinn notar hefðbundin efnistök spæjarasagnanna, stráir vísbendingum fyrir lesandann hér og þar, sumar eru villuljós eins og vera ber en aðrar sem láta minna yfir sér fljóta óséðar framhjá. Til þess er líka leikurinn gerður og minnir á að stundum er misráðið að telja einföldustu lausnina þá líklegustu. Það er ekki djúpt á persónusköpuninni en endirinn er hugvitssamlegur, kveikir nýtt ljós og kallar hálfpartinn á að maður lesi bókina aftur. Martínes notar tækifærið og kinkar meðal annarra kolli til Lewis Carroll, forvera síns. Ósýnilegir glæpir minnir líka óneitanlega á hina ágætu Skuggaleiki eftir José Carlos Somoza sem Bjartur gaf út fyrir fáum árum, einnig í þýðingu Hermanns Stefánssonar. Því miður þarf að gera athugasemdir við frágang bókarinnar sem er ekki til fyrirmyndar. Iðulega vantar bandstrik í orð sem skiptast milli lína, á baki kápunnar er bókartitillinn rangur og kápan er vafin inn í smjörpappír, sem ósnertur virðist býsna snotur en rifnar við minnsta hnjask og verður lýti á bókinni. Bergsteinn Sigurðsson Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Öldruð kona finnst myrt á heimili sínu í Oxford á Englandi. Arthur Seldom, prófessor í stærðfræði, mætir fyrstur á vettvang glæpsins eftir að hafa borist torræð orðsending, ásamt ungum argentínskum háskólanema sem leigði hjá fórnarlambinu. Fleiri morð eru framin í kjölfarið og fátt virðist tengja þau saman nema fleiri torskilin skilaboð. Brátt rennur það upp fyrir stærðfræðingnum að tengsl eru á milli ódæðanna og stærðfræðikenningar og hann þarf að beita allri sinni kunnáttu til að leysa gátuna. Svo hljóðar söguþráður Ósýnilegra glæpa, óvenjulegrar spennusögu þar sem gátan liggur fremur í leiðinni að svarinu en hver framdi glæpinn. Í sjálfu sér er þetta lítt dulbúinn inngangur að stærðfræðilegri rökfræði, enda höfundurinn sjálfur menntaður á því sviði. Þeir sem ekki eru hneigðir til stærðfræði kann ef til vill að virðast það óárennileg uppskrift að spennandi glæpasögu; sá sem þetta skrifar leist til dæmis ekki á blikuna framan af þar sem hugtök á borð við rakhníf Ockhams og þversögn Wittgensteins um endanlega reglu voru kynnt til sögunnar. En það rætist úr; þegar á líður tekst Martínes að setja fræðin fram svo leikmenn þykjast skilja og við tekur þónokkuð skemmtileg hugarleikfimi. Höfundurinn notar hefðbundin efnistök spæjarasagnanna, stráir vísbendingum fyrir lesandann hér og þar, sumar eru villuljós eins og vera ber en aðrar sem láta minna yfir sér fljóta óséðar framhjá. Til þess er líka leikurinn gerður og minnir á að stundum er misráðið að telja einföldustu lausnina þá líklegustu. Það er ekki djúpt á persónusköpuninni en endirinn er hugvitssamlegur, kveikir nýtt ljós og kallar hálfpartinn á að maður lesi bókina aftur. Martínes notar tækifærið og kinkar meðal annarra kolli til Lewis Carroll, forvera síns. Ósýnilegir glæpir minnir líka óneitanlega á hina ágætu Skuggaleiki eftir José Carlos Somoza sem Bjartur gaf út fyrir fáum árum, einnig í þýðingu Hermanns Stefánssonar. Því miður þarf að gera athugasemdir við frágang bókarinnar sem er ekki til fyrirmyndar. Iðulega vantar bandstrik í orð sem skiptast milli lína, á baki kápunnar er bókartitillinn rangur og kápan er vafin inn í smjörpappír, sem ósnertur virðist býsna snotur en rifnar við minnsta hnjask og verður lýti á bókinni. Bergsteinn Sigurðsson
Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira