Þriðja strok fanga frá því í sumar 17. nóvember 2006 02:45 Ívar Smári Guðmundsson Strokufanginn mætti aftur í fangelsið í gær. MYND/e.ól Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent