Samið um tolla við Evrópusambandið 17. nóvember 2006 03:30 Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira