Segir að efla þurfi ákæruvald 17. nóvember 2006 06:15 Helgi Jóhannesson Vill að ákæruvaldið verði eflt. MYND/gva Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál." Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál."
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira