Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum 19. nóvember 2006 08:00 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins." Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins."
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira