Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu 20. nóvember 2006 06:30 Lekinn sem hættir ekki. Fjölskyldan á Hólavegi 19 var nýbúin að leggja nýtt parkett þegar vatnsleki kom í ljós á ný. „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu." Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu."
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði