Ætlaði að stinga af með sjö mánaða son sinn 24. nóvember 2006 07:00 Maður sem ætlaði með sjö mánaða gamlan dreng úr landi var stöðvaður á Akureyrarflugvelli í gær. mynd/kristján j. kristjánsson Lögreglan á Akureyri stöðvaði í gærmorgun mann hátt á fertugsaldi sem hugðist fara með sjö mánaða gamlan son sinn úr landi með flugi til Kaupmannahafnar. Maðurinn og barnsmóðir hans, sem er liðlega tvítug, hafa deilt um forræði sonarins frá því skömmu eftir fæðingu hans í Danmörku í apríl á þessu ári. Parið, sem hóf sambúð þegar maðurinn var 31 árs og hún aðeins 15 ára, flutti til Danmerkur haustið 2004. Í dómsmáli sem rekið hefur verið hér á Íslandi nú í haust kom fram að móðirin flúði af heimili þeirra í Danmörku í kvennaathvarf og flaug svo heim með drenginn tæpra fjögurra mánaða gamlan. Faðirinn höfðaði mál gegn móðurinni til að fá forræði yfir syninum. Héraðsdómur hafnaði kröfu mannsins fyrir mánuði. Á þriðjudag vísaði síðan Hæstiréttur kröfu mannsins frá á þeim grundvelli að hann hefði fengið umráð yfir barninu á laugardaginn um síðustu helgi. Í raun hafði maðurinn aðeins fengið leyfi til að hitta soninn í eina klukkustund en notað tækifærið til að taka hann með sér. Barnaverndaryfirvöld komu drengnum í hendur móðurinnar í gær. Maðurinn var frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Einn angi deilu mannsins og konunnar lýtur að faðerni drengsins. Hún segir að þó að hún hafi eignað sambýlismanni sínum barnið við skráningu í Danmörku komi tveir aðrir menn til greina sem feður barnsins. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Lögreglan á Akureyri stöðvaði í gærmorgun mann hátt á fertugsaldi sem hugðist fara með sjö mánaða gamlan son sinn úr landi með flugi til Kaupmannahafnar. Maðurinn og barnsmóðir hans, sem er liðlega tvítug, hafa deilt um forræði sonarins frá því skömmu eftir fæðingu hans í Danmörku í apríl á þessu ári. Parið, sem hóf sambúð þegar maðurinn var 31 árs og hún aðeins 15 ára, flutti til Danmerkur haustið 2004. Í dómsmáli sem rekið hefur verið hér á Íslandi nú í haust kom fram að móðirin flúði af heimili þeirra í Danmörku í kvennaathvarf og flaug svo heim með drenginn tæpra fjögurra mánaða gamlan. Faðirinn höfðaði mál gegn móðurinni til að fá forræði yfir syninum. Héraðsdómur hafnaði kröfu mannsins fyrir mánuði. Á þriðjudag vísaði síðan Hæstiréttur kröfu mannsins frá á þeim grundvelli að hann hefði fengið umráð yfir barninu á laugardaginn um síðustu helgi. Í raun hafði maðurinn aðeins fengið leyfi til að hitta soninn í eina klukkustund en notað tækifærið til að taka hann með sér. Barnaverndaryfirvöld komu drengnum í hendur móðurinnar í gær. Maðurinn var frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Einn angi deilu mannsins og konunnar lýtur að faðerni drengsins. Hún segir að þó að hún hafi eignað sambýlismanni sínum barnið við skráningu í Danmörku komi tveir aðrir menn til greina sem feður barnsins.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira