Gerviliðaaðgerðir til skoðunar 24. nóvember 2006 00:00 Sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa allir að ganga í gegnum miklar þjáningar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum. Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum.
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira