Biðtími fatlaðra barna mun styttast 24. nóvember 2006 01:00 Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira