Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs 28. nóvember 2006 07:00 Anne-Grete Strøm-Erichsen Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga. Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga.
Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira