Forstjóri Dressmann klæðist bara Batistini 29. nóvember 2006 00:01 Leiv Martinsen, forstjóri Dressmann Þegar Leiv kom hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður komst hann að raun um að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Árið síðar opnaði Dressmann á Íslandi. „Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína. Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Sjá meira
„Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína.
Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Sjá meira