Wii-tölvan uppseld 13. desember 2006 06:30 Nintendo Wii leikjatölva Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo að skipta varð eintökum bróðurlega á milli umboða í Evrópu. Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira