Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr bók sinni, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti kl. 20.30 í kvöld.
Einkennismerki tóbaksverslunarinnar gæti verið mynd af leynispæjaranum Steini Steinarr, sem er aðalhetja skáldsögu Steinars Braga en í Hinu stórfenglega leyndarmáli Heimsins eru kynntir til sögu samnefndur leynispæjari og aðstoðarmaður hans, Muggur Maístjarna.
Kvöld eitt birtist maður á heimili Steins, farþegi á skemmtiferðaskipinu Heiminum sem liggur í Reykjavíkurhöfn, og tilkynnir að voveiflegir atburðir muni gerast á skipinu innan skamms. Sem þeir og gera. Hver veit svo hvað gerist í Bankastrætinu?