Undiralda breytinga 28. desember 2006 06:45 Finnur Sveinbjörnsson, Icebank Aukin umsvif Íslendinga erlendis á næsta ári munu byggjast á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu að mati Finns. Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira