Stökkpallurinn sem hrundi 28. desember 2006 06:30 Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma. Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent