Erum bara rétt að byrja 28. desember 2006 07:45 Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðburðaríkt ár að baki og ekki að furða að forstjóri Baugs Group hafi verið valinn annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði af tískuritinu Drapers Fashion í desembermánuði. Vísir/MHH Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands. Varla leið sá mánuður að Baugur réðist ekki í stórkaup og var byrjað strax í janúar. Þá festi fyrirtækið kaup á Atlas Ejendomme, dönsku fjárfestingafélagi en Atlas á yfir 150 þúsund fermetra af húsnæði á mörgum af dýrustu stöðum Kaupmannahafnar. Í febrúar sameinaðist Julian Graves Whittard of Chelsea, te og kaffiverslanakeðju, einni stærstu í heiminum í sínum geira. Í apríl keypti Baugur Group síðan hlut í Wyevale Garden Centers í Bretlandi og í sama mánuði sameinaðist Mosaic Fashions, sem Baugur á 37% hlut í, Rubicon Retail. Stefna sameinaðs félags er að stækka og eflast á sviði kventískufatnaðar og hefur gengið vel hjá fyrirtækinu á árinu. Margir góðir samningar voru gerðir á árinu og til marks um það seldi FL Group, sem Baugur á 18,2% hlut í, Icelandair Group. Söluhagnaður nam 26 milljörðum íslenskra króna. Á sumarmánuðum stofnaði dótturfyrirtæki Baugs, M-Holding, Scandinavian Design & Retail. Félagið mun einbeita sér að því að finna ný fjárfestingartækifæri í tískuiðnaðinum á Norðurlöndum. Sams konar fyrirtæki stofnuðum við síðan í Bretlandi og hefur það félag sama hlutverki að gegna þar í landi. Við höfum aðallega horft til vel þekktra hátískufyrirtækja með góða vaxtamöguleika og þeirri stefnu munum við halda áfram enda reynst vel. Í október flutti Baugur í London í nýtt húsnæði á horni New Bond strætis og Oxford strætis með útsýni yfir House of Fraser sem Baugur festi kaup á í nóvember eins og fyrr segir. Þar ætlum við okkur stóra hluti. Smásöluverslanir á við House of Fraser hafa verið að drabbast niður á undanförnum árum, orðið leiðinlegar. Því viljum við breyta, við viljum gera þær skemmtilegri með flottari merkjum. Og talandi um flott merki. Í nóvember keypti Baugur 50% hlut í danska tískufatamerkinu Day Birger et Mikkelsen sem hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Sama má segja um All Saints sem Baugur keypti hlut í í byrjun desembermánaðar. Þar ætlum við okkur einnig stóra hluti enda tækifærin til staðar. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá stjórnendum og starfsfólki Baugs og á áramótum liggur beint við að spyrja hvert við stefnum og hver markmiðin séu. Það er nú bara svo að í hvert skipti sem við náum takmarki okkar, setjum við okkur ný. Möguleikarnir eru endalausir og við ætlum okkur að nýta þá á nýju ári. Við erum bara rétt að byrja. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands. Varla leið sá mánuður að Baugur réðist ekki í stórkaup og var byrjað strax í janúar. Þá festi fyrirtækið kaup á Atlas Ejendomme, dönsku fjárfestingafélagi en Atlas á yfir 150 þúsund fermetra af húsnæði á mörgum af dýrustu stöðum Kaupmannahafnar. Í febrúar sameinaðist Julian Graves Whittard of Chelsea, te og kaffiverslanakeðju, einni stærstu í heiminum í sínum geira. Í apríl keypti Baugur Group síðan hlut í Wyevale Garden Centers í Bretlandi og í sama mánuði sameinaðist Mosaic Fashions, sem Baugur á 37% hlut í, Rubicon Retail. Stefna sameinaðs félags er að stækka og eflast á sviði kventískufatnaðar og hefur gengið vel hjá fyrirtækinu á árinu. Margir góðir samningar voru gerðir á árinu og til marks um það seldi FL Group, sem Baugur á 18,2% hlut í, Icelandair Group. Söluhagnaður nam 26 milljörðum íslenskra króna. Á sumarmánuðum stofnaði dótturfyrirtæki Baugs, M-Holding, Scandinavian Design & Retail. Félagið mun einbeita sér að því að finna ný fjárfestingartækifæri í tískuiðnaðinum á Norðurlöndum. Sams konar fyrirtæki stofnuðum við síðan í Bretlandi og hefur það félag sama hlutverki að gegna þar í landi. Við höfum aðallega horft til vel þekktra hátískufyrirtækja með góða vaxtamöguleika og þeirri stefnu munum við halda áfram enda reynst vel. Í október flutti Baugur í London í nýtt húsnæði á horni New Bond strætis og Oxford strætis með útsýni yfir House of Fraser sem Baugur festi kaup á í nóvember eins og fyrr segir. Þar ætlum við okkur stóra hluti. Smásöluverslanir á við House of Fraser hafa verið að drabbast niður á undanförnum árum, orðið leiðinlegar. Því viljum við breyta, við viljum gera þær skemmtilegri með flottari merkjum. Og talandi um flott merki. Í nóvember keypti Baugur 50% hlut í danska tískufatamerkinu Day Birger et Mikkelsen sem hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Sama má segja um All Saints sem Baugur keypti hlut í í byrjun desembermánaðar. Þar ætlum við okkur einnig stóra hluti enda tækifærin til staðar. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá stjórnendum og starfsfólki Baugs og á áramótum liggur beint við að spyrja hvert við stefnum og hver markmiðin séu. Það er nú bara svo að í hvert skipti sem við náum takmarki okkar, setjum við okkur ný. Möguleikarnir eru endalausir og við ætlum okkur að nýta þá á nýju ári. Við erum bara rétt að byrja.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira