Með útrás byggist upp þekking 28. desember 2006 07:30 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri þróunardeildar fyrirtækisins, skoða rafeindastýrðan gervifót. MYND/GVA Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira