Skin og skúrir, en bjart framundan 28. desember 2006 06:00 Ingólfur Helgason. Velgengni Kaupþings var ríkissjóði happafengur og innkoma banka á íbúðalánamarkað var mesta kjarabót almennings. Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00