Augun beinast að eigendum DV 10. janúar 2006 19:51 Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið.