Innlent

Segja lítinnn áhuga á olíufélögum

MYND/Olíufélagið

Fjármálasérfræðingar segja að lítill áhugi virðist vera á því að kaupa olíufélagið Esso og Skeljungur mun hafa verið falur um hríð, án þess að fjárfestar hafi sýnt áhuga.

Það er því af sem áður var að olíufélögin voru talin gullnámur og uppsrettur auðs. þegar Esso var verðlagt fyrir þremur árum var það talið um 11 milljarða króna viðri og rösklega átta milljarða boð barst í það í fyrra.

Óhætt er að lækka þá tölu umtalsvert því Olíudreifing ehf., sem er að 60 prósentum í eigu Essó, á ekki að fylgja með í sölunni, en það félag hefur aldrei verið verðmetið síðan að Esso og Olís stofnuðu það á sínum tíma. Það rekur 55 olíubíla og olíuskip sem dreifir olíu og bensíni til bensínstöðva allra olíufélaganna umhverfis landið og annast dreifingu fyrir Olís og Essó á höfuðborgarsvæðinu.

Þar starfa 150 manns. Í fjármálaheiminum segja menn að engin umtalsverð framlegð sé af fjármunum bundnum, í olíufélögum sjálfum, miðað við aðra fjárfestingakosti, sem í boði eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×