Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir 2. febrúar 2006 17:30 Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra takast í hendur eftir samkomulagið. MYND/Vilhelm Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Menntamálaráðherra og formaður Kennarasambandsins undirrituðu í dag samkomulag um samstarf sem nefnt er tíu skref til sóknar og miðar að því að bæta enn frekar skólakerfið. Meðal annars stendur til að endurskoða lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og efla kennaramenntun. Þá fá framhaldsskólar fjögurra ára aðlögunartíma til að takast á við breytta námsskipan, en áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með þessu sé að hluta til móts við þær gangrýnisraddir sem bent hafa á að stytting náms til stúdentsprófs geti leitt til skerðingar á náminu. Hún vill að horft verði á inntak stúdentsprófsins og ekki verði einblínt á einingafjölda. Þorgerður Katrín segir þó að það séu álitaefni í málinu sem þurfi að fara yfir eins og ábendingar tungumálakennara varðandi þriðja tungumál sem nemendur læra. Þetta sé ætlunin að leysa í samvinnu við kennarasamfélagið. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir sambandið alla tíð hafa verið andvígt skerðingu náms. Kennaraforystan hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum. Að vera bara á móti eða leita leiða til að hafa áhrif á hvernig málin þróast. Kennarasambandið hafi átt langar viðræður við ráðuneytið þar sem ríkt hafi trúnaður og traust. Þetta sé niðurstaðan og hún nái til fleiri þátta en námskipanar til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytta skipan stúdentsprófs nú á vorþingi en reiknað er með að grunnskólinn byrji að vinna samkvæmt nýrri námsskipan árið 2007 og framhaldsskólar almennt árið 2010. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Menntamálaráðherra og formaður Kennarasambandsins undirrituðu í dag samkomulag um samstarf sem nefnt er tíu skref til sóknar og miðar að því að bæta enn frekar skólakerfið. Meðal annars stendur til að endurskoða lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og efla kennaramenntun. Þá fá framhaldsskólar fjögurra ára aðlögunartíma til að takast á við breytta námsskipan, en áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með þessu sé að hluta til móts við þær gangrýnisraddir sem bent hafa á að stytting náms til stúdentsprófs geti leitt til skerðingar á náminu. Hún vill að horft verði á inntak stúdentsprófsins og ekki verði einblínt á einingafjölda. Þorgerður Katrín segir þó að það séu álitaefni í málinu sem þurfi að fara yfir eins og ábendingar tungumálakennara varðandi þriðja tungumál sem nemendur læra. Þetta sé ætlunin að leysa í samvinnu við kennarasamfélagið. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir sambandið alla tíð hafa verið andvígt skerðingu náms. Kennaraforystan hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum. Að vera bara á móti eða leita leiða til að hafa áhrif á hvernig málin þróast. Kennarasambandið hafi átt langar viðræður við ráðuneytið þar sem ríkt hafi trúnaður og traust. Þetta sé niðurstaðan og hún nái til fleiri þátta en námskipanar til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytta skipan stúdentsprófs nú á vorþingi en reiknað er með að grunnskólinn byrji að vinna samkvæmt nýrri námsskipan árið 2007 og framhaldsskólar almennt árið 2010.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent