Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir 2. febrúar 2006 17:30 Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra takast í hendur eftir samkomulagið. MYND/Vilhelm Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Menntamálaráðherra og formaður Kennarasambandsins undirrituðu í dag samkomulag um samstarf sem nefnt er tíu skref til sóknar og miðar að því að bæta enn frekar skólakerfið. Meðal annars stendur til að endurskoða lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og efla kennaramenntun. Þá fá framhaldsskólar fjögurra ára aðlögunartíma til að takast á við breytta námsskipan, en áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með þessu sé að hluta til móts við þær gangrýnisraddir sem bent hafa á að stytting náms til stúdentsprófs geti leitt til skerðingar á náminu. Hún vill að horft verði á inntak stúdentsprófsins og ekki verði einblínt á einingafjölda. Þorgerður Katrín segir þó að það séu álitaefni í málinu sem þurfi að fara yfir eins og ábendingar tungumálakennara varðandi þriðja tungumál sem nemendur læra. Þetta sé ætlunin að leysa í samvinnu við kennarasamfélagið. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir sambandið alla tíð hafa verið andvígt skerðingu náms. Kennaraforystan hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum. Að vera bara á móti eða leita leiða til að hafa áhrif á hvernig málin þróast. Kennarasambandið hafi átt langar viðræður við ráðuneytið þar sem ríkt hafi trúnaður og traust. Þetta sé niðurstaðan og hún nái til fleiri þátta en námskipanar til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytta skipan stúdentsprófs nú á vorþingi en reiknað er með að grunnskólinn byrji að vinna samkvæmt nýrri námsskipan árið 2007 og framhaldsskólar almennt árið 2010. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Menntamálaráðherra og formaður Kennarasambandsins undirrituðu í dag samkomulag um samstarf sem nefnt er tíu skref til sóknar og miðar að því að bæta enn frekar skólakerfið. Meðal annars stendur til að endurskoða lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og efla kennaramenntun. Þá fá framhaldsskólar fjögurra ára aðlögunartíma til að takast á við breytta námsskipan, en áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með þessu sé að hluta til móts við þær gangrýnisraddir sem bent hafa á að stytting náms til stúdentsprófs geti leitt til skerðingar á náminu. Hún vill að horft verði á inntak stúdentsprófsins og ekki verði einblínt á einingafjölda. Þorgerður Katrín segir þó að það séu álitaefni í málinu sem þurfi að fara yfir eins og ábendingar tungumálakennara varðandi þriðja tungumál sem nemendur læra. Þetta sé ætlunin að leysa í samvinnu við kennarasamfélagið. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir sambandið alla tíð hafa verið andvígt skerðingu náms. Kennaraforystan hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum. Að vera bara á móti eða leita leiða til að hafa áhrif á hvernig málin þróast. Kennarasambandið hafi átt langar viðræður við ráðuneytið þar sem ríkt hafi trúnaður og traust. Þetta sé niðurstaðan og hún nái til fleiri þátta en námskipanar til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytta skipan stúdentsprófs nú á vorþingi en reiknað er með að grunnskólinn byrji að vinna samkvæmt nýrri námsskipan árið 2007 og framhaldsskólar almennt árið 2010.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent