Tvö sjónarhorn á Reykjavík 3. apríl 2006 14:10 Í tveimur blaðagreinum sem birtust um helgina koma fram mjög ólík viðhorf til byggðarinnar í Reykjavík. Annars vegar er viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Jón Baldvin Hannibalsson sem birtist í Blaðinu, hins vegar grein sem Halldór Jónsson verkfræðingur sendi til Morgunblaðsins undir yfirskriftinni Reykjavíkurflugvöllur perla höfuðborgarsvæðisins. Báðar eru greinarnar bráðskemmtilegar. Jón:"Samt kom mér á óvart mikilmennskubrjálæðið í Reykjavík sem þykist vera Los Angeles þótt hún sé einungis lítið þorp. Þetta mikilmennskubrjálæði er nægilega mikið til að skapa allsherjar umferðaröngþveiti og skipulagsslys. Áratugum saman hefur ekki verið hugsað fram í tímann um vöxt þessarar borgar. Borgarstæði Reykjavíkur er fagurt og við höfðum tækifæri til að byggja fagra borg en í staðinn höfum við byggt þorp sem í hefur hlaupið ofvöxtur. Allt er byggt utan um bíla. Um leið verður ameríkaniseringin glær og hryllileg. Amerískar borgir eru eitt það ömurlegasta sem til er. Þær eru bensínstöð, vídeóleiga og byssubúð. Reykjavík er að apa eftir þessu. Evrópskar borgir eiga sér sögu og sú saga snýst um fólk, ekki bíla. Við erum orðin risavaxið bílastæði." Halldór:"Borgir og samgöngur eru fyrir fólk. Flugvélar og bílar eru undirstaða frelsis og lífsgæða fólks. Sífelldar prédikanir um fegurð reiðhjóla og almenningsvagna ná ekki eyrum fólks. Fólkið má því ekki láta einhverja sjálfskipaða beturvitendur segja sér fyrir verkum eða spilla framtíðarhögum sínum andvaraleysi. Fólkið, að múslímum kannske frátöldum, vill frelsi skoðana, einkabílsins og flugsins. Gamli miðbær Reykjavíkur var í Kvosinni. Þar er ekki til neinn slíkur miðbær lengur. Flest gamla starfsemin er farin þaðan og kemur aldrei aftur. Margt, sem er þar enn, mun líka fara þaðan vegna þess að fólkið er farið annað. Þetta er og verður túrista- og skemmtihverfi þar sem barnlaust fólk kann vel við sig. Þarna er næg vídd í kring, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni skapar, til að halda þjóðhátíðir og menningarnætur. Staður þar sem fólk kemur saman að skemmta sér. En fáir vilja endilega vill búa með börnin sín á Reperbahn, Central Park eða við Times Square." Dæmi nú hver fyrir sig. --- --- --- Samvæmt þessari grein sem birtist í Berlingske Tidende á síðasta ári er Svenn Dam, hinn nýji stjóri 365 media í Danmörku, uppnefndur Saddam. Hann þykir ná árangri en á kostnað mannlega þáttarins. Den begavede brutalis, kallar blaðið hann. Það hlýtur að lofa góðu um vöxt og viðgang fyrirtækisins í Skandinavíu. --- --- --- Manni skilst að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé tilbúið frá nefndinni sem var sett til að semja það. Skyldi það verða lagt fram í vor? Er kannski ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Í tveimur blaðagreinum sem birtust um helgina koma fram mjög ólík viðhorf til byggðarinnar í Reykjavík. Annars vegar er viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Jón Baldvin Hannibalsson sem birtist í Blaðinu, hins vegar grein sem Halldór Jónsson verkfræðingur sendi til Morgunblaðsins undir yfirskriftinni Reykjavíkurflugvöllur perla höfuðborgarsvæðisins. Báðar eru greinarnar bráðskemmtilegar. Jón:"Samt kom mér á óvart mikilmennskubrjálæðið í Reykjavík sem þykist vera Los Angeles þótt hún sé einungis lítið þorp. Þetta mikilmennskubrjálæði er nægilega mikið til að skapa allsherjar umferðaröngþveiti og skipulagsslys. Áratugum saman hefur ekki verið hugsað fram í tímann um vöxt þessarar borgar. Borgarstæði Reykjavíkur er fagurt og við höfðum tækifæri til að byggja fagra borg en í staðinn höfum við byggt þorp sem í hefur hlaupið ofvöxtur. Allt er byggt utan um bíla. Um leið verður ameríkaniseringin glær og hryllileg. Amerískar borgir eru eitt það ömurlegasta sem til er. Þær eru bensínstöð, vídeóleiga og byssubúð. Reykjavík er að apa eftir þessu. Evrópskar borgir eiga sér sögu og sú saga snýst um fólk, ekki bíla. Við erum orðin risavaxið bílastæði." Halldór:"Borgir og samgöngur eru fyrir fólk. Flugvélar og bílar eru undirstaða frelsis og lífsgæða fólks. Sífelldar prédikanir um fegurð reiðhjóla og almenningsvagna ná ekki eyrum fólks. Fólkið má því ekki láta einhverja sjálfskipaða beturvitendur segja sér fyrir verkum eða spilla framtíðarhögum sínum andvaraleysi. Fólkið, að múslímum kannske frátöldum, vill frelsi skoðana, einkabílsins og flugsins. Gamli miðbær Reykjavíkur var í Kvosinni. Þar er ekki til neinn slíkur miðbær lengur. Flest gamla starfsemin er farin þaðan og kemur aldrei aftur. Margt, sem er þar enn, mun líka fara þaðan vegna þess að fólkið er farið annað. Þetta er og verður túrista- og skemmtihverfi þar sem barnlaust fólk kann vel við sig. Þarna er næg vídd í kring, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni skapar, til að halda þjóðhátíðir og menningarnætur. Staður þar sem fólk kemur saman að skemmta sér. En fáir vilja endilega vill búa með börnin sín á Reperbahn, Central Park eða við Times Square." Dæmi nú hver fyrir sig. --- --- --- Samvæmt þessari grein sem birtist í Berlingske Tidende á síðasta ári er Svenn Dam, hinn nýji stjóri 365 media í Danmörku, uppnefndur Saddam. Hann þykir ná árangri en á kostnað mannlega þáttarins. Den begavede brutalis, kallar blaðið hann. Það hlýtur að lofa góðu um vöxt og viðgang fyrirtækisins í Skandinavíu. --- --- --- Manni skilst að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé tilbúið frá nefndinni sem var sett til að semja það. Skyldi það verða lagt fram í vor? Er kannski ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja það?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun