Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga 5. apríl 2006 14:00 Verkamenn. MYND/Vilhelm Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.Takmarkanir sem verið hafa á möguleikum íbúa austur-Evrópuríkjanna í Evrópusambandinu á að finna sér vinnu hér falla niður 1. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær. Þá verður íbúum þessara ríkja heimilt að koma hingað í sex mánuði í atvinnuleit en vinnuveitendur verða að tilkynna það til Vinnumálastofnunar ef þeir ráða fólk frá þessum ríkjum í vinnu.Takmarkanirnar á för launafólks frá þessum ríkjum voru upphaflega teknar upp víða í Evrópu til að fresta áhrifum stækkunar Evrópusambandsins á vinnumarkað ríkjanna. En er þá ekki ástæða til að ætla að þeim sem hingað koma í atvinnuleit geti fjölgað mjög."Það er ekkert gefið í því," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. "Frá því í september síðast liðnum má segja að þó hér hafi verið sú regla að það bæri að gefa út atvinnuleyfi vegna fólks frá nýju aðildarríkjunum, hafi þetta verið meira og minna sjálfvirkt. Ég veit ekki nein dæmi þess að atvinnuleyfum vegna íbúa frá þessum ríkjum hafi verið hafnað."Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra lýsir svipaðri skoðun. "Ég á svo sem ekki von á því að það hafi úrslitaáhrif hvað það varðar." Fréttir Innlent Kjaramál Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.Takmarkanir sem verið hafa á möguleikum íbúa austur-Evrópuríkjanna í Evrópusambandinu á að finna sér vinnu hér falla niður 1. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær. Þá verður íbúum þessara ríkja heimilt að koma hingað í sex mánuði í atvinnuleit en vinnuveitendur verða að tilkynna það til Vinnumálastofnunar ef þeir ráða fólk frá þessum ríkjum í vinnu.Takmarkanirnar á för launafólks frá þessum ríkjum voru upphaflega teknar upp víða í Evrópu til að fresta áhrifum stækkunar Evrópusambandsins á vinnumarkað ríkjanna. En er þá ekki ástæða til að ætla að þeim sem hingað koma í atvinnuleit geti fjölgað mjög."Það er ekkert gefið í því," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. "Frá því í september síðast liðnum má segja að þó hér hafi verið sú regla að það bæri að gefa út atvinnuleyfi vegna fólks frá nýju aðildarríkjunum, hafi þetta verið meira og minna sjálfvirkt. Ég veit ekki nein dæmi þess að atvinnuleyfum vegna íbúa frá þessum ríkjum hafi verið hafnað."Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra lýsir svipaðri skoðun. "Ég á svo sem ekki von á því að það hafi úrslitaáhrif hvað það varðar."
Fréttir Innlent Kjaramál Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira