Innlent

Kemur ekki á óvart að menn hyggi á þjóðernisflokk

Eiríkur Bergmann Einarsson.
Eiríkur Bergmann Einarsson. MYND/Hari

Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá.

Um þriðjungur kjósenda á Íslandi gæti hugsað sér að kjósa flokk sem berðist gegn fjölgun innflytjenda hér á landi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmann Borgaraflokksins. Greint var frá þessu í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. '

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórmálafræði, segir niðurstöðu könnunnarinnar ekki koma á óvart. Hann hafi í rauninni verið að bíða eftir að slíkt myndi myndi gerast hér á landi. Það hafi ríkt stefnuleysi í málefnum innflytjenda og ekkert gert til það gera þjóðina fjölmenningarlega þenkjandi. Það komi því ekki á óvart að í undirbúning sé einshvers konar hálffasískur þjóðernisflokkur eins og sést hafi annars staðar í Evrópu.

Ásgeir sagði í Kastljósi Sjónvarpsins ekki ætla sjálfur að stofna þjóðernisflokk en ef menn vildu gera það fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor væri hann til í að leggja þeim lið. En er líklegt að slíkum flokki yrði ágegnt hér á landi? Eiríkur segir erfitt að segja til um það. Hann kallar slíka flokka lýðskrumaraflokka sem eigi það sameiginlegt að vera vondir við útlendinga og góðir við gamalmenni. Ef mönnum sé alveg sama um eigin tilfinningar og annað fólk geti þeir svo sem reynt að hala inn einhver atkvæði á því að fara svona með lýðræðið.

Þann 1. maí opnast fyrir frjálst flæði verkafólks innan Evrópsa efnahagssvæðins. Aðspurður segir Eiríkur að það skipti ekki öllu máli um skoðun fólks í þessum málaflokki. Það sé ekki hægt að stoppa straum fólks milli landa. Það sem skipit máli sé að aðlaga innflytjendur að íslensku samfélagi og reyna að gera íslenskt þjóðfélag fjölmenningarlegt. Menn verði að nýti kosti og afl nýrra Íslendinga frekar en að hræðast þá og efna til ófriðar við þá.

Ekki hefur náðst í Ásgeir Hannes Eiríksson í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×