Grikkland, Mer, Snorri, Fréttablaðið, Löngusker 23. apríl 2006 20:21 Ég var í Frakklandi og Grikklandi yfir páskana. Það er afsökunin fyrir því að hafa verið svona slappur að uppfæra vefinn. Í Grikklandi er reyndar páskadagur í dag. Mér fannst leiðinlegt að geta ekki séð páskana á Naxos. Þar var búið að hengja upp páskaljós á ljósastaura - ekki ósvipað jólaljósum hér. Allir voru í óða önn að undirbúa sig undir hátíðina sem er hin langstærsta þar í landi. Síðskeggjaðir prestarnir virkuðu enn ábúðarmeiri en endranær, enda mikið um að vera í kirkjunum sem eru óteljandi í Grikklandi. Hitinn var kominn hátt í 25 stig, en sjórinn enn óbærilega kaldur. Á Naxos hitti ég Bergþóru, tónlistarskríbent af Mogganum, sem bloggar frá eyjunni af mikilli stílfimi. --- --- --- Svo vorum við í Frakklandi. Í Lille hitti ég gamlan vin minn, mikinn merkismann, Jacques Mer, sem eitt sinn var sendiherra Frakka á Íslandi. Hann hefur skrifað bækur og fjölda greina um Ísland, um stjórnmál, efnahagslíf og kvikmyndir. Mer ritar ennþá fréttabréf um Íslandi sem birtist á netinu. Það var hann sem stóð fyrir því að Vigdís og François Mitterrand fóru á sínum tíma á búlluna Duushús að hlusta á Sykurmolana. Það var óborganlegt að fylgjast með forsetum þessara tveggja lýðvelda þar sem þeir horfðu á tiþrifin í Björk og Einari Erni. Ég veit ekki hvað þeim var skemmt. Þegar Mer var sendiherra var Frakkland í tísku á Íslandi. Svo mikið líf skapaðist í kringum þennan eldhuga. Hann var mjög óhefðbundinn embættismaður. Hlustaði tll dæmis á Bubba í botni að loknum skrifstofutíma. --- --- ---- Snorri Hjartarsson var ágætt skáld en hann leiddi íslenska ljóðlist inn í öngstræti mikilla leiðinda. Óteljandi skáld fóru að apa hina þungstemmdu og naumu náttúrumyndir eftir Snorra - á endanum gerði það næstum út af við "ljóðið". Mig minnir að Einararnir hafi kallað þetta "mýrissnípukveðskap" á árunum sem þeir sátu á lestrarsal Landsbókasafnsins. Þetta var auðvitað ekki Snorra að kenna, en áhrif hans voru ekki góð. --- --- --- Fréttablaðið á fimm ára afmæli. Til hamingju með það. Maður trúði því ekki í upphafi að það mundi lifa árið. Svo eignaðist blaðið mjög öfluga bakhjarla - um tíma var leyndó hverjir þeir voru. Nú er Fréttablaðið helsti auglýsingamiðill landsins, raunar svo mjög að auglýsingarnar kaffæra annað efni í blaðinu dag eftir dag. Það er auðvitað ekki nógu gott - það er að segja ef tilgangurinn er að gefa út blað fyrir lesendur. Hitt sem þarf að bæta er dreifingin. Meðan hún er svona léleg hættir manni til að álíta að tölurnar um útbreiðslu blaðsins séu tilbúningur. Í hverfið hjá mér berst Fréttablaðið hérumbil aldrei um helgar. --- --- --- Í dag frumsýndi ég í þætti mínum myndband sem Framsóknarflokkurinn hefur látið gera um flugvöll á Lönguskerjum. Myndbandið má finna hér. Þetta er athyglisvert innlegg í borgarstjórnarkosningarnar. Framsóknarmenn verða ekki sakaðir um að tala ekki nógu skýrt. Sumir hinna flokkanna mættu kannski taka sér það til fyrirmyndar. Það er vísað í þá málamiðlun að nú þurfi að setja niður flugvöll annars staðar á höfuðborgarsvæðinu - en er yfirleitt nokkurs staðar pláss fyrir hann? Nema þá kannski á Lönguskerjum? --- --- --- Ég sagði við Kára að börn í Frakklandi fengu rauðvín í pelann sinn. Kári svaraði: "Þá fer ég og tek pelana af þeim?" "Ha?" sagði ég. "Já, og set mjólk í þá!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ég var í Frakklandi og Grikklandi yfir páskana. Það er afsökunin fyrir því að hafa verið svona slappur að uppfæra vefinn. Í Grikklandi er reyndar páskadagur í dag. Mér fannst leiðinlegt að geta ekki séð páskana á Naxos. Þar var búið að hengja upp páskaljós á ljósastaura - ekki ósvipað jólaljósum hér. Allir voru í óða önn að undirbúa sig undir hátíðina sem er hin langstærsta þar í landi. Síðskeggjaðir prestarnir virkuðu enn ábúðarmeiri en endranær, enda mikið um að vera í kirkjunum sem eru óteljandi í Grikklandi. Hitinn var kominn hátt í 25 stig, en sjórinn enn óbærilega kaldur. Á Naxos hitti ég Bergþóru, tónlistarskríbent af Mogganum, sem bloggar frá eyjunni af mikilli stílfimi. --- --- --- Svo vorum við í Frakklandi. Í Lille hitti ég gamlan vin minn, mikinn merkismann, Jacques Mer, sem eitt sinn var sendiherra Frakka á Íslandi. Hann hefur skrifað bækur og fjölda greina um Ísland, um stjórnmál, efnahagslíf og kvikmyndir. Mer ritar ennþá fréttabréf um Íslandi sem birtist á netinu. Það var hann sem stóð fyrir því að Vigdís og François Mitterrand fóru á sínum tíma á búlluna Duushús að hlusta á Sykurmolana. Það var óborganlegt að fylgjast með forsetum þessara tveggja lýðvelda þar sem þeir horfðu á tiþrifin í Björk og Einari Erni. Ég veit ekki hvað þeim var skemmt. Þegar Mer var sendiherra var Frakkland í tísku á Íslandi. Svo mikið líf skapaðist í kringum þennan eldhuga. Hann var mjög óhefðbundinn embættismaður. Hlustaði tll dæmis á Bubba í botni að loknum skrifstofutíma. --- --- ---- Snorri Hjartarsson var ágætt skáld en hann leiddi íslenska ljóðlist inn í öngstræti mikilla leiðinda. Óteljandi skáld fóru að apa hina þungstemmdu og naumu náttúrumyndir eftir Snorra - á endanum gerði það næstum út af við "ljóðið". Mig minnir að Einararnir hafi kallað þetta "mýrissnípukveðskap" á árunum sem þeir sátu á lestrarsal Landsbókasafnsins. Þetta var auðvitað ekki Snorra að kenna, en áhrif hans voru ekki góð. --- --- --- Fréttablaðið á fimm ára afmæli. Til hamingju með það. Maður trúði því ekki í upphafi að það mundi lifa árið. Svo eignaðist blaðið mjög öfluga bakhjarla - um tíma var leyndó hverjir þeir voru. Nú er Fréttablaðið helsti auglýsingamiðill landsins, raunar svo mjög að auglýsingarnar kaffæra annað efni í blaðinu dag eftir dag. Það er auðvitað ekki nógu gott - það er að segja ef tilgangurinn er að gefa út blað fyrir lesendur. Hitt sem þarf að bæta er dreifingin. Meðan hún er svona léleg hættir manni til að álíta að tölurnar um útbreiðslu blaðsins séu tilbúningur. Í hverfið hjá mér berst Fréttablaðið hérumbil aldrei um helgar. --- --- --- Í dag frumsýndi ég í þætti mínum myndband sem Framsóknarflokkurinn hefur látið gera um flugvöll á Lönguskerjum. Myndbandið má finna hér. Þetta er athyglisvert innlegg í borgarstjórnarkosningarnar. Framsóknarmenn verða ekki sakaðir um að tala ekki nógu skýrt. Sumir hinna flokkanna mættu kannski taka sér það til fyrirmyndar. Það er vísað í þá málamiðlun að nú þurfi að setja niður flugvöll annars staðar á höfuðborgarsvæðinu - en er yfirleitt nokkurs staðar pláss fyrir hann? Nema þá kannski á Lönguskerjum? --- --- --- Ég sagði við Kára að börn í Frakklandi fengu rauðvín í pelann sinn. Kári svaraði: "Þá fer ég og tek pelana af þeim?" "Ha?" sagði ég. "Já, og set mjólk í þá!"
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun