Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa 26. apríl 2006 22:24 Ari Edwald, forstjóri 365. Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira