Stefnumót við engil 18. maí 2006 17:40 Ungversku englarnir voru öllu prúðbúnari en Troma skríllinn. Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma. Cannes Lífið Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma.
Cannes Lífið Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“